Mál í kynningu


3.1.2020

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss, vegna skíðasvæðis í Bláfjöllum

Athugasemdafrestur er til 7. febrúar 2020

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022, sem felur í sér að breyta 100 ha óbyggðu svæði í opið svæði til sérstakra nota. Með breytingunni er verið að stækka núverandi skíðasvæði í Bláfjöllum.

Tillagan er til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss, Þorlákshöfn, sem og á heimsíðu sveitarfélagsins www.olfus.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á bæjarskrifstofu Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á skipulag@olfus.is, merkt „Bláfjöll“ eigi síðar en 7. febrúar 2020.