Mál í kynningu


17.12.2018

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna Blöndulínu 3 og Sauðárkrókslínu og fleiri breytinga

Athugasemdafrestur hefur verið framlengdur til 25. febrúar 2019

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Í tillögu felst lega Blöndulínu 3 (raflína), færsla á legu Sauðárkrókslínu, áframhaldandi frestun á skipulagi fyrir virkjanakosti í Skagafirði, urðunarsvæði við Brimnes er fellt út, nýtt tengivirki og lega jarðstrengs á Sauðárkróki, ný efnistökusvæði og (G) stækkun iðnaðarsvæðis vegna tengivirkis við Varmahlíð.

Skipulagsgögnin eru aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins skagafjordur.is, á bæjarskrifstofum á Sauðárkróki og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið jobygg@skagafjordur.is eða á póstfangið, Sveitarfélagið Skagafjörður, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkróki, en athugasemdafrestur hefur verið framlengdur til 25. febrúar 2019.