Mál í kynningu


7.10.2019

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga, vegna frístundabyggðar í Hvassahrauni

Athugasemdafrestur er til 13. nóvember 2019

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028, sem felur í sér að heimila gististarfsemi í flokki I og II í frístundabyggðinni Hvassahrauni (F-1) með tilteknum takmörkunum.

Tillagan er til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, á vef sveitarfélagsins www.vogar.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfang skrifstofa@vogar.is eigi síðar en 13. nóvember 2019.