Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna Vífilsstaðalands, Vetrarmýrar, Hnoðraholts, Smalaholts og Rjúpnadals
Athugasemdafrestur er til 7. september 2020
Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 þar sem mörkuð er nánari stefna um Vífilsstaðaland og nágrenni með gerð rammahluta aðalskipulags.
Tillagan er til sýnis á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, á vef Garðabæjar www.gardabaer.is og hjá Skipulagsstofnun.
Athugasemdir þurfa að berast á bæjarskrifstofu Garðabæjar eða á netfangið skipulag@gardabaer.is fyrir lok dags 7. september 2020.