Mál í kynningu


30.9.2022

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja vegna fiskeldis í Viðlagafjöru

Athugasemdafrestur er til 1. nóvember 2022.

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035.

Með tillögu að fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður svæði í Viðlagafjöru skilgreint sem iðnaðarsvæði (I3) fyrir fiskeldi, sem fellur að mestu innan núverandi efnistöku- og efnislosunarsvæðis (E1).

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins

https://www.vestmannaeyjar.is/mannlif/frettir/skipulagstillogur-vegna-fiskeldis-i-vidlagafjoru

Athugasemdir þurfa að berast í afgreiðslu Umhverfis og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5 eða á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is eigi síðar en 1. nóvember 2022