Mál í kynningu


30.10.2020

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps vegna Þverárvirkjunar og Vopnafjarðarlínu 1

Athugasemdafrestur er til 11. desember 2020

  • Vopnafjörður

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006 – 2026. Breytingin felst í því að gert er ráð fyrir nýrri vatnsaflsvirkjun, Þverárvirkjun, og að háspennulína yfir Hellisheiði verði tekin niður að hluta og í staðinn lagður jarðstrengur.

Tillagan er til sýnis á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15 á Vopnafirði, á vef sveitarfélagsins vopnafjardarhreppur.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til skipulags- og byggingarfulltrúa Vopnafjarðarhrepps, Hafnargötu 28, 710 Seyðisfirði, eða á netfangið sigurdur.jonsson@efla.is, eigi síðar en 11. desember 2020