Mál í kynningu


23.1.2020

Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi Eyjafjarðar vegna flutningslína raforku

Athugasemdafrestur er til 6. mars 2020

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur auglýst tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 skv. 24. gr. skipulagslaga, vegna breytingar á stefnu um flutningslínur raforku hvað varðar Hólasandslínu 3 og Blöndulínu 3.

Tillagan er til sýnis á skrifstofum hlutaðeigandi sveitarfélaga, þ.e. Hörgársveitar, Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps, Grýtubakkahrepps, Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar og hjá Skipulagsstofnun. Á sama tíma er tillagan aðgengileg á vef Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, www.afe.is.

Athugasemdir þurfa að berast skriflega til Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Hafnarstræti 91, 600 Akureyri eða á netfangið afe@afe.is eigi síðar en 6. mars 2020.