Mál í kynningu


31.7.2019

Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi Suðurnesja vegna flugbrautarkerfis og vatnsverndarsvæðis

Athugasemdafrestur er til 16. september 2019

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja hefur auglýst tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 ásamt umhverfisskýrslu. Breytingartillagan felur í sér eftirfarandi:

  • Breytt afmörkun á vatnsverndarsvæði í Reykjanesbæ 
  • Uppfært flugbrautarkerfi Keflavíkurflugvallar
  • Uppfært vatnsverndarkort fyrir Suðurnesin

Breytingartillagan verður til sýnis á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og á skrifstofum Reykjanesbæjar, Grindavíkurbæjar, Sveitarfélagsins Voga og Suðurnesjabæjar og einnig hjá Skipulagsstofnun.

Tillagan er jafnframt aðgengileg á vef sambandsins  sss.is og allra sveitarfélaganna sem aðild eiga að svæðisskipulagsnefndinni.

Skila skal skriflegum ábendingum og athugasemdum við tillöguna á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ eða á netfangið sss@sss.is fyrir 16. September 2019.