Mál í kynningu


15.3.2019

Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Eyja- og Miklaholtshrepps

Athugasemdafrestur er til 30. apríl 2019

Sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps hefur auglýst tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið, þ.e. Aðalskipulag Eyja- og Miklaholtshrepps 2018-2038. Tillagan var samþykkt til auglýsingar í hreppsnefnd 20. febrúar 2019.

Tillagan er aðgengileg á skrifstofu sveitarfélagsins að Hofsstöðum, á vefnum og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu sveitarfélagsins, Hofstöðum, 311 Borgarnes eða á netfangið eyjaogmiklaholtshreppur@vortex.is, eigi síðar en 30. apríl 2019.