Tillaga að kerfisáætlun 2019-2028 um uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi
Landsnet kynnir nú tillögu að kerfisáætlun og umhverfisskýrslu
Kerfisáætlun fjallar m.a. um grunnforsendur fyrir áætlun, niðurstöður valkostagreininga, áætlun um uppbyggingu meginflutningskerfisins til næstu 10 ára og lýsingar á framkvæmdaverkum á tímabilinu 2020-2022. Umhverfisskýrslan gerir grein fyrir forsendum, nálgun og niðurstöðu matssvinnu, ásamt þeim mótvægisaðgerðum sem lagðar eru til.
Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillögurnar er til og með 24. júní 2019.
Hægt er að nálgast tillögu að kerfisáætlun og umhverfisskýrslu hennar á vefsíðu Landsnets www.landsnet.is