Mál í kynningu


9.1.2018

Tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Snæfellsbæ

Athugasemdafrestur er til og með 8. febrúar 2018.

Snæfellsbær hefur auglýst tillögu að Aðalskipulagi Snæfellbæjar 2015-2031. Tillagan er auglýst með athugasemdum Skipulagsstofnunar ásamt samantekt yfir hvernig brugðist var við þeim.  
Tillagan, ásamt umhverfisskýrslu og öðrum fylgigögnum, er til sýnis á skrifstofu Snæfellsbæjar og hjá Skipulagsstofnun til 8. febrúar 2018. Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu Snæfellsbæjar, http://taeknideild-snb.is/

Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu Snæfellsbæjar að Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ eða á netfangið byggingarfulltrui@snb.is eigi síðar en 8. febrúar 2018.