Mál í kynningu


21.2.2020

Tillaga að nýju aðalskipulagi Grindavíkur

Athugasemdafrestur er til 6. apríl 2020

  • Grindavík

Bæjarstjórn Grindavíkur hefur auglýst tillögu að Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032, samkvæmt 31. gr. skipulagslaga.

Efni tillögunnar varðar alla íbúa og eru þeir hvattir til að kynna sér skipulagsgögnin sem eru aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.grindavik.is , á skrifstofu Grindavíkurbæjar og hjá Skipulagsstofnun frá 21. febrúar 2020 til og með 6. apríl 2020.

Athugasemdir skal senda skriflega á netfangið atligeir@grindavik.is eða til Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, 240 Grindavík og merkja, endurskoðun aðalskipulags, eigi síðar en 6. apríl 2020.