Mál í kynningu


13.12.2019

Tillaga að nýju aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur auglýst tillögu að Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039, samkvæmt 31. gr. skipulagslaga.

Íbúum og öðrum hagsmunaaðilum er gefinn frestur til 22. janúar 2020 til að gera skriflegar athugasemdir. Að fresti loknum mun bæjarstjórn taka afstöðu til athugasemda og afgreiða tillöguna til staðfestingar Skipulagsstofnunar. Íbúar og aðrir eru hvattir til að kynna sér skipulagsgögnin, sem liggja frammi á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar og hjá Skipulagsstofnun auk þess að vera aðgengileg á vef sveitarfélagsins.

Athugasemdir skal senda skriflega á netfangið skipulag@grundarfjordur.is eða til Grundarfjarðarbæjar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði.