Mál í kynningu


13.10.2021

Tillögur að breytingum á aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar, Sléttuhlíð og Snókalönd

Athugasemdafrestur er til 23. nóvember 2021

  • Sléttuhlíð og Snókalönd, Hafnarfjörður

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Annars vegar er afmarkað afþreyingar- og ferðaþjónustusvæði AF5 í Snókalöndum fyrir frekari uppbyggingu tengda norðurljósa- og stjörnuskoðun. Hins vegar er heimiluð gisting í flokki II í frístundabyggð F1 í Sléttuhlíð sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. 

Tillögurnar eru til sýnis í Norðurhellu 2 og í þjónustuveri að Strandgötu, á vef sveitarfélagsins www.hafnarfjordur.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, 220 Hafnarfjörður, eða á skipulag@hafnarfjordur.is, eigi síðar en 23. nóvember 2021.