Mál í kynningu


21.6.2016

Tillögur að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings eystra, Þórsmerkurvegur, Seljalandsfoss og fleiri breytingar

Athugasemdafrestur er til 28. júlí 2016

  • Breytingartillaga

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögur að breytingum á Aðalskipulagi  Rangárþings eystra 2012-2024 vegna breyttrar legu Þórsmerkurvegar, afþreyingar- og ferðamannasvæðis við Hamragarða og Seljalandsfoss, landbúnaðarsvæðis í landi Sámsstaða og fjölgunar lóða á svæði fyrir frístundabyggð í landi Réttarfitjar.

Tillögurnar eru til sýnis til 28. júlí á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, á www.hvolsvollur.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Ormsvöllum 1, 860 Hvolsvelli eigi síðar en 28. júlí 2016.


Samsstadir