Vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi Voga, íbúðarbyggð við Kirkjuholt
Athugasemdafrestur er til 29. mars 2023
Bæjarstjórn hefur kynnt vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Voga 2008-2028 vegna skilgreiningar um 0,7 ha íbúðarbyggðar ÍB9 við Kirkjuholt og um 0,4 ha opins svæðis OS-2-7. Fyrirhugað er að koma fyrir nokkrum íbúðarlóðum þar sem gert er ráð fyrir sérbýlis- og fjölbýlishúsum á 1-2 hæðum. Svæði fyrir samfélagsþjónustu Þ-3 fellur út.
Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins www.vogar.is
Athugasemdir þurfa að berast á á bæjarskrifstofu að Iðndal 2, 190 Vogum, eða á netfangið byggingarfulltrui@vogar.is eigi síðar en 29. mars 2023.