Mál í kynningu


11.8.2023

Stækkun Sigöldustöðvar

Umhverfismat framkvæmda - Kynning umhverfismatsskýrslu

Kynningartími stendur til 25. september 2023

Landsvirkjun hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu um stækkun Sigölduvirkjunar í Ásahreppi og Rangárþingi ytra.

Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og veitt umsögn um framkvæmdina og umhverfismat hennar.

Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg hér ásamt myndahefti.

Skýrslan liggur frammi á skrifstofum Ásahrepps og Rangárþings ytra og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b, 105 Reykjavík, frá 11. ágúst til 25. september 2023.

Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 25. september 2023 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is