Fréttir


Líparítvinnsla í Hvalfirði - 23.7.2010

Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar samkvæmt lögum nr. 106/2000. Skipulagsstofnun telur að fyrirhuguð stækkun efnistökusvæðisins komi til með að hafa nokkur neikvæð sjónræn áhrif þar sem náman mun verða sýnilegri frá fleiri sjónarhornum. Hins vegar er um tiltölulega umfangslitla stækkun að ræða miðað við stærð núverandi námu og efnistökusvæðið er ekki á svæði sem nýtur verndar m.a. með tilliti til fjölbreytileika landslags. Skipulagsstofnun telur að draga megi úr neikvæðum sjónrænum áhrifum með því að koma í veg fyrir að námusvæðið verði opnað að Miðsandsárgili. Þá telur stofnunin að áhrif framkvæmdanna muni verða nokkuð neikvæð fyrir þá sem stunda útivist í nágrenni efnistökusvæðisins vegna ónæðis af völdum hávaða við vinnslu og efnisflutninga og að einhverju leyti vegna sprenginga.

Verið er að vinna efni í námunni úr allsérstæðri og fágætri jarðmyndun á landsvísu en fyrir liggur að vinnslan mun raska litlum hluta myndunarinnar á svæðinu þannig að stærstur hluti hennar verður áfram óhreyfður. Neikvæð áhrif eru þó óhjákvæmilega nokkur vegna sérstöðu jarðmyndunarinnar.

Lesa meira

Endurskoðun á tilskipun um mat á umhverfisáhrifum - 9.7.2010

Kynningartími til 24. september 2010 Lesa meira