Fréttir


  • Miðbær Hafnarfjarðar

15.6.2016

Áhugaverð erindi á Skipulagsdeginum 15. september 2016

Minnum á að merkja Skipulagsdaginn 15. september í dagatalið.

Að þessu sinni verður áhersla Skipulagsdagsins á  gæði byggðar og umhverfis. Horft verður til þess hvernig beita má skipulagi til að tryggja gæði í byggðu umhverfi almennt og sérstaklega við uppbyggingu ferðamannastaða. Í því skyni höfum við fengið til liðs við okkur nokkra frábæra fyrirlesara: 

Brian Evans,  Head of Urbanism, Mackintosh School of Architecture, Glasgow School of Art. Brian mun fjalla um skipulag, staðarmótun, hönnun og aðlögun að landslagi með dæmum sem heimfæra má á íslenskar aðstæður.

Karl Otto Ellefsen, prófessor við Arkitektur- og designhøgskolen í Oslo. Karl Otto mun segja frá verkefninu „Nasjonale turistveger“ sem norska vegagerðin hefur staðið að og vakið hefur heimsathygli. http://www.nasjonaleturistveger.no/en

Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, sem mun fjalla um mótun stefnu og ákvæða um gæði byggðar og bæjarrýma í skipulagi. 

Auk þessa verður fjallað um og kynnt mörg áhugaverð skipulagsverkefni sem verið er að vinna að víðs vegar um landið. 

Um er að ræða heils dags ráðstefnu á Grand Hótel í Reykjavík sem Skipulagsstofnun stendur að í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hún er ætluð öllum sem koma að gerð skipulags – sveitarstjórnarmönnum, skipulagsfulltrúum sveitarfélaga, skipulagsráðgjöfum og hönnuðum.

Endanleg dagskrá verður kynnt þegar nær dregur - takið daginn frá.