Fréttir


29.3.2023

Forsamráð vegna vindmylla við Lagarfoss

Umhverfismat - Forsamráð

Fyrirtækið Orkusalan áformar að reisa tvær vindmyllur við Lagarfossvirkjun sem framleiða eigi allt að 9,9 MW.

Þann 17. mars 2023 var haldinn forsamráðsfundur fulltrúa Orkusölunnar, Eflu, Heilbrigðiseftirlits Austurlands, Múlaþings, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Orkustofnunar og Skipulagsstofnunar um fyrirhugaðar vindmyllur.

Fundargerð forsamráðsfundarins er aðgengileg hér.

Allir geta komið að athugasemdum um framkvæmdir í forsamráði og skal framkvæmdaraðili gera grein fyrir slíkum athugasemdum í matsáætlun um framkvæmdina.