Fréttir


  • Klaustursel

16.2.2022

Forsamráð vegna vindorkuvers í landi Klaustursels, Múlaþingi

Umhverfismat - Forsamráð

Fyrirtækið Zephyr-Iceland áformar að reisa í áföngum vindorkuver í landi Klaustursels í Jökuldal og mun 1. áfangi verða 40-50 MW en lokastærð versins gæti orðið allt að 250 MW.

Þann 25. janúar 2022 var haldinn forsamráðsfundur fulltrúa Zephyr, Múlaþings og Skipulagsstofnunar um vindorkuverið.

Fundargerð forsamráðsfundarins er aðgengileg hér

Allir geta komið að athugasemdum um framkvæmdir í forsamráði og skal framkvæmdaraðili gera grein fyrir slíkum athugasemdum í matsáætlun um framkvæmdina