Fréttir


  • Gudrunlara-1-

14.9.2022

Guðrún Lára nýr sviðsstjóri á sviði aðalskipulags

Tekur við nýju starfi 1. október

Guðrún Lára Sveinsdóttir hefur verið ráðin sem sviðsstjóri á sviði aðalskipulags hjá Skipulagsstofnun. Guðrún hefur starfað sem sérfræðingur á sama sviði frá árinu 2020 en áður starfaði hún m.a. sem sérfræðingur við skipulagsgerð hjá Eflu – verkfræðistofu.

Guðrún lauk B.Sc.-prófi í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005 og M.Sc.-prófi í skipulagsfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2020. Hún mun formlega taka við sem sviðsstjóri þann 1. október næstkomandi.