Fréttir


  • Torgið forsíðumynd

11.4.2022

Könnun á þjónustu innviðaráðuneytis og stofnana þess

Viltu taka þátt í að einfalda regluverk og bæta þjónustu hins opinbera?

Innviðaráðuneytið hefur sett af stað könnun á þjónustu ráðuneytisins og stofnana þess, þar sem óskað er eftir tillögum um einföldun regluverks og bætta þjónustu hins opinbera. Könnunin snýr að innviðaráðuneytinu og fagstofnunum þess; Byggðastofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Rannsóknarnefnd samgönguslysa, Samgöngustofu, Skipulagsstofnun, Vegagerðinni og Þjóðskrá Íslands.

Skipulagsstofnun hvetur alla sem koma að skipulagsmálum til að taka þátt í könnuninni og leggja til hugmyndir og ábendingar.

Könnunin stendur til 6. maí nk. og er aðgengileg hér.