• Afmorkun miðhálendisins

14.5.2018

Landupplýsingar fyrir afmörkun miðhálendisins

Landupplýsingar fyrir afmörkun miðhálendisins er nú aðgengilegar á vefnum til niðurhals en einnig er hægt að skoða gögnin í sérstakri vefsjá.

Samkvæmt Landsskipulagsstefnu 2015-2026 skal Skipulagsstofnun varðveita hnitsetta afmörkun miðhálendisins og veita aðgang að nýjustu útgáfu hennar. Landupplýsingagögn fyrir mörk miðhálendisins urðu fyrst til þegar svæðisskipulag miðhálendisins var í vinnslu á 10. áratug síðustu aldar og voru þá unnin á kortagrunn Landmælinga Íslands. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið gögnin og skráð eigindir og lýsigögn. 

Afmörkun miðhálendisins er skilgreind í Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Hún afmarkar það svæði sem stefna um skipulagsmál á miðhálendinu tekur til, en í landsskipulagsstefnu skal ávallt sett fram stefna um skipulagsmál á miðhálendinu. 

Lýsigögn  fyrir afmörkunina hafa verið skráð í lýsigagnagátt Landmælinga Íslands.