Fréttir


  • 74416322-Reykjanes-Vampy1

24.4.2024

Málstofa um skipulag og náttúruvá

Skipulagsstofnun boðar til málstofu þann 2. maí næstkomandi þar sem fjallað verður um skipulagsmál og náttúruvá. Málstofan fer fram í húsakynnum Skipulagsstofnunar í Borgartúni 7B og stendur frá klukkan 9 til 11. Hægt verður að fylgjast með fundinum í gegnum Teams í gegnum þennan hlekk

Skipulagsgerð er mikilvægur vettvangur til þess að takast á við þær áskoranir sem fylgja náttúruvá hvort sem er af völdum loftslagsbreytinga, eldsumbrota eða annarra þátta í náttúru- og veðurfari. Á síðustu misserum hafa atburðir sem tengjast náttúruvá sett svip á íslenskt samfélag og nægir þar að nefna jarðhræringar á Reykjanesskaga á undanförnum árum. Á fundinum verður farið yfir sviðið frá ýmsum hliðum. Fjallað verður um vinnu við gerð áhættumats vegna eldgosahættu og öðrum atburðum, s.s. vatnsflóðum og ofanflóðum og hvaða lærdóm má draga af viðbrögðum ríkis og sveitarfélaga við eldsumbrotum á Reykjanesi fyrir skipulagsgerð til framtíðar.

Nánari dagskrá ásamt skráningarblaði má nálgast hér.