Fréttir


11.9.2014

Umhverfismatsdagurinn 2014 - dagskrá og skráning

Árlegur umhverfismatsdagur Skipulagsstofnunar verður haldinn í Kaldalóni, Hörpu, eftir hádegi föstudaginn 26. september. næstkomandi.

Í dagskrá verður þess meðal annars minnst að í ár eru liðin tuttugu ár frá gildistöku laga um mat á umhverfisáhrifum. Sérstakur gestafyrirlesari verður Giacomo Luciani hjá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Fundurinn er opinn öllum og aðgangur ókeypis.

Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig í gegnum neðangreinda vefslóð, ekki síðar en 25. september næstkomandi.

http://www.skipulagsstofnun.is/skipulagsstofnun/atburdir/nr/986