Fréttir


3.3.2015

Umhverfismatsdagurinn 2015

Umhverfismatsdagurinn verður haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, 21. maí næstkomandi, eftir hádegi. Umhverfismatsdeginum er ætlað að vera vettvangur umræðu um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana. Dagskrá dagsins er í mótun, en koma má ábendingum á framfæri um áhugaverð viðfangsefni til Rutar Kristinsdóttur, í netfangið rut@skipulagsstofnun.is

Takið daginn frá. Nánari dagskrá og upplýsingar verða birtar síðar.