Fréttir


15.5.2015

Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna Kröflulínu 3.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur kynnt úrskurð sinn um matsáætlun Landsnets fyrir Kröflulínu 3. 

Skipulagsstofnun tók ákvörðun um matsáætlun Kröflulínu 3 í ágúst 2013, þar sem stofnunin féllst á tillögu Landsnets með athugasemdum.

Landsnet kærði ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndarinnar og krafðist þess að þrjár af tólf athugasemdum Skipulagsstofnunar yrðu felldar úr gildi.  Um var að ræða athugasemdir sem snéru að; þörf fyrir 220 kV háspennulínu og flutningsgetu,  valkostum um jarðstrengi og loftlínur auk athugasemdar um aðra kosti.

Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar er staðfest að Landsnet þurfi að fjalla um samanburð loftlínu og jarðstrengs. Hinsvegar er fallist á aðra þætti í kröfu Landsnets.

Í úrskurðinum koma einnig fram ýmsar ábendingar og leiðbeiningar um framsetningu ákvarðana um matsáætlun  sem Skipulagsstofnun mun hafa hliðsjón af við málsmeðferð tillagna að matsáætlunum.

Úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála má nálgast hér.