12.8.2015

Blöndulína 3, ákvörðun um ósk um endurskoðun umhverfismats


Í júlí 2014 barst Skipulagsstofnun erindi frá landeiganda í Öxnadal, þar sem óskað er eftir að stofnunin afturkalli og/eða endurskoði ákvörðun sína frá árinu 2012 um að taka við frummatsskýrslu Landsnets um Blöndulínu 3 til athugunar. Til vara er þess krafist að Skipulagsstofnun endurskoði álit stofnunarinnar frá 2013 um matsskýrslu Landsnets um Blöndulínu 3. 

Umrædd beiðni byggist á 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, óskráðri almennri heimild stjórnvalda til endurupptöku mála og 2. mgr. 12. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

Eftir að hafa leitað umsagnar framkvæmdaraðila um erindið og gefið málshefjanda möguleika til andmæla um umsögn hans tilkynnti Skipulagsstofnun málshefjanda 29. júlí síðastliðinn að bæði aðal- og varakröfu hans sé hafnað. Nánar um forsendur þeirrar niðurstöðu má kynna sér í ákvörðuninni, sem má nálgast hér.