Fréttir


  • Horft yfir Þjórsá

18.11.2015

Hvammsvirkjun, vinna að ákvörðun um endurskoðun

Skipulagsstofnun vinnur að ákvörðun um hvort endurskoða skuli umhverfismat Hvammsvirkjunar og var upphaflega áætlað að ákvörðunin lægi fyrir í lok þessarar viku.

Hinsvegar er ljóst að um er að ræða viðamikið mál og því hyggst stofnunin nýta sér heimild til að víkja frá upphaflegum fresti og lengja þann tíma sem stofnunin hefur til að vinna ákvörðunina.

 

Stefnt er að því að ákvörðunin liggi fyrir eigi síðar en 11. desember n.k.