Fréttir


4.5.2010

Fundur í Reykjahlíðarskóla í dag, 4. maí 2010

Síðasta opna húsið í kynningarlotunni í Þingeyjarsýslum er í Reykjahlíðarskóla, Mývatnssveit, í dag, þriðjudaginn 4. maí frá kl. 16 til 19

Frummatsskýrslur um umhverfisáhrif álvers Alcoa á Bakka við Húsavík, Kröflvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka eru í kynningu, auk frummatsskýrslu um mat á sameiginlegum umhverfisáhrifum framkvæmdanna fjögurra.

Í næstu viku verður kynningarfundur á hótel Hilton Reykjavík Nordica, mánudaginn 10. maí 2010 frá kl. 15 - 19.

Skipulagsstofnun hvetur fólk til að kynna sér frummatsskýrslurnar en þær eru aðgengilegar til 14. júní 2010 á eftirtöldum stöðum:
Á skrifstofum Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík og bókasafni Húsavíkur, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.
Einnig er hægt að nálgast frummatsskýrslurnar og viðauka á heimasíðum Landsnets: http://www.landsnet.is, Landsvirkjunar: http://lv.is, Þeistareykja ehf.:http://www.theistareykir.is, Alcoa:http://www.alcoa.is og Mannvits: http://www.mannvit.is og heimasíðu Skipulagsstofnunar www.skipulag.is.

Athugasemdir við frummatsskýrslur skulu vera skriflegar. Þær má senda í tölvupósti á netfangið: skipulag@skipulag.is eða
með símbréfi í númerið: 5954165 eða með hefðbundnum pósti til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166 150 Reykjavík.

Frestur til að senda athugasemdir er til og með 14. júní 2010.