Fréttir


21.4.2010

Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga um skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum

Vegna sveitarstjórnakosninganna í vor hefur verið ákveðið að flytja árlegan samráðsfund Skipulagsstofnunar með sveitarfélögunum til haustsins eða til 16. og 17. september og verður hann haldinn á höfuðborgarsvæðinu. Þar verður sem áður farið yfir þau málefni sem Skipulagsstofnun telur brýnt að koma á framfæri við sveitarfélögin og rætt það sem brennur á sveitarfélögunum.

Skipulagsstofnun óskar eftir ábendingum og óskum sveitarfélaga um umræðuefni fundarins. Vinsamlega sendið ábendingar á netfangið: skipulag@skipulag.is Dagskrá verður kynnt síðar.