Fréttir


30.8.2010

Samráðsfundur 2010 - skráning er hafin

Nú styttist í samráðsfundinn, drög að dagskrá  

Skráning á samráðfsfund Skipulagsstofnunar og sveitarfélaganna dagana 16-17. september 2010 í Reykholti, Borgarbyggð, er hafin. Fundurinn er ætlaður kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaganna í skipulags- og byggingarmálum.

Þátttakendur vinsamlega fyllið út skráningarformið hér að neðan fyrir 10. september.

Þátttakendur þurfa sjálfir að sjá um að panta og greiða gistingu og kvöldverð fyrir sig. Vinsamlegast sendið pöntun á netfangið: reykholt@fosshotel.is fyrir 10. september og setjið "vegna Skipulagsstofnunar" í viðfangið (subject).