Fréttir


9.11.2010

Skipulagsverðlaun SFFÍ 2010

Skipulagsverðlaun Skipulagsfræðingafélags Íslands voru veitt í gær 8. nóvember á Alþjóðlega skipulagsdeginum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Verðlaunin hlaut Ísafjarðarbær fyrir aðalskipulag 2008-2020. Í niðurstöðu dómefndar segir m.a: „Að einu leyti er Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 frábrugðið öðrum hliðstæðum áætlunum. Sérstaðan er fólgin í því verklagi sem unnið var eftir við skipulagsgerðina. Þar er með góðum árangri gengið lengra í samráði og samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila en lög og reglur gera ráð fyrir og að því er virðist í góðri sátt allra hlutaðeigandi aðila.“

Sérstaka viðurkenningu fyrir framlag til umræðu um umbætur í skipulagsferlinu hlaut Tinna Haraldsdóttir fyrir lokaverkefni sitt frá Umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands er ber heitið: „Samskipti, völd og skipulag. Hvernig fer það saman? Greining á aðkomu almennings að skipulagsferlinu á vestanverðu Kársnesi, Kópavogi.“

Greinagerð dómnefndar má nálgast hér.

Stjórn SFFÍ þakkar Skipulagstofnun og Reykjavíkurborg veittan stuðning.

 

Skipulagsfræðingafélag Íslands
Ísafjarðarbær, Aðalskipulag Ísafjarðar 2008-2020