Fréttir


5.1.2011

Ný skipulagslög

Ný skipulagslög nr. 123/2010 tóku gildi um áramótin. Jafnframt tóku gildi ný lög um mannvirki sem kveða á um að sett verði á fót ný stofnun, Mannvirkjastofnun, sem tekur m.a. yfir byggingarmálin frá Skipulagsstofnun og málefni brunavarna frá Brunamálastofnun. Efni heimasíðu Skipulagstofnunar byggir á eldra lagaumhverfi og þurfa notendur að hafa það í huga. Unnið er að breytingum á síðunni með hliðsjón af nýju lögunum. Vinsamlega hafið samband við stofnunina ef nánari upplýsinga er þörf.

Hér má nálgast pistil forstjóra Skipulagsstofnunar um helstu nýmæli nýrra skipulagslaga.