Fréttir


3.5.2011

Stafræn skipulagsgerð í Danmörku, Noregi og á Íslandi

Gefin hefur verið út samantekt um stafræna skipulagsgerð í Danmörku, Noregi og Íslandi. Verkefnið var samvinnuverkefni umhverfisráðuneytisins, Skipulagsstofnunar og Landmælinga Íslands. Tilgangur verkefnisins var að kortleggja hvernig stafrænni skipulagsgerð er háttað í þessum nágrannalöndum okkar með það að markmiði að geta lært af þeirra reynslu og á hvern hátt við gætum nýtt okkur þeirra reynslu við að móta fyrirkomulag stafrænnar skipulagsgerðar á Íslandi. Ráðgjafastofan Alta hefur unnið samantektina og má nálgast hana hér að neðan. Jafnframt má nálgast glærur með kynningu á framangreindri athugun, sem kynntar voru á vinnufundi um evrópska samstarfsverkefnið Plan4All.

http://plan.alta.is/
Samantekt um stafræna skipulagsgerð
Glærur frá kynningarfundi um Plan4All
Plan4All