Fréttir


23.6.2011

Hólmsárvirkjun, allt að 80 MW vatnsaflsvirkjun í Skaftárhreppi

Tillaga að matsáætlun aðgengileg til athugasemda

Hægt er að senda inn athugasemdir við tillögu að matsáætlun til 11. júlí 2011.

Tillaga að matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar liggur frammi til kynningar frá 27. júní til 11. júlí 2011 hjá Skipulagsstofnun.  Tillöguna er unnt að nálgast á eftirtöldum heimasíðum: www.lv.is, www.orkusalan.is og www.almenna.is.

Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir.  Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 11. júlí 2011 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.  Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.

Skipulagsstofnun hefur jafnframt sent eftirtöldum aðilum tillögu að matsáætlun til umsagnar: Skaftárhreppi, Ferðamálastofu, Fiskistofu, Fornleifavernd ríkisins, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Landgræðslu ríkisins, Orkustofnun, Skógrækt ríkisins og Umhverfisstofnun. Frestur þeirra til að skila umsögnum til Skipulagsstofnunar er til 11. júlí 2011 og er ákvörðunar Skipulagsstofnunar að vænta 21. júlí 2011.