Fréttir


29.6.2011

Verkefnisstjóri landsskipulags - Ný staða

Hjá Skipulagsstofnun er laus til umsóknar ný staða verkefnisstjóra landsskipulags.
Verkefnisstjóri hefur umsjón með gerð tillögu að landsskipulagsstefnu skv. nýrri skipulagsreglugerð.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Háskólapróf og framhaldsmenntun í skipulagsfræði eða öðrum greinum sem tengjast stefnumótun, áætlanagerð og   samráði.
Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð. Hæfni til að vinna sjálfstætt og með öðrum.
Frumkvæði og hæfni til að leiða vinnu við fjölbreytt verkefni í samráði við hagsmunaaðila.
Þekking á landfræðilegum upplýsingakerfum.

 

Æskilegt er að nýr starfsmaður geti hafið störf 1. september 2011.
Laun eru skv. gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknir skal senda til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík eða á skipulagsstofnun@skipulagsstofnun.is. Umsóknarfrestur er til og með 18. júlí 2011.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefán Thors í síma 595 4100 eða stefan@skipulagsstofnun.is.