Fréttir


18.1.2012

Fyrsti fundur ráðgjafarnefndar um gerð landsskipulagsstefnu

Ráðgjafarnefnd um gerð landsskipulagsstefnu 2012 - 2024 kom saman til fyrsta fundar mánudaginn 16. janúar síðastliðinn. Nefndin er skipuð fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fimm ráðuneytum, en nánar má lesa um skipan nefndarinnar á heimasíðu umhverfisráðuneytis. Ráðgjafarnefndin mun að jafnaði funda á þriggja vikna fresti meðan vinna við gerð landsskipulagsstefnu stendur yfir. Nefndin lýkur störfum þegar Alþingi hefur samþykkt þingsályktun um landsskipulagsstefnu.

 Landsskipulagsstefna