Fréttir


15.5.2012

Greining á sviðsmyndum fyrir landsskipulagsstefnu 2013-2024

Afrakstur rýnifunda 29. mars og 18. apríl

Skipulagsstofnun hefur tekið saman sviðsmyndagreiningu sem er afrakstur rýnifunda um sviðsmyndir fyrirIMG_4141 landsskipulagsstefnu 2013-2024.

Tilgangur sviðsmyndagreiningar er að fá fram umræðu um og skoðanir á þeim áherslum sem mikilvægt er að taka afstöðu til við mótun landsskipulagsstefnu. Auk þess er tilgangur greiningarinnar að leggja mat á mögulegar afleiðingar ólíkra stefnumiða á umhverfisþætti.

Sviðsmyndagreiningin fór fram á tveimur fundum. Fyrri fundurinn, sem var haldinn 29. mars, fjallaði um miðhálendið og var sóttur af um 80 manns. Síðari fundurinn var 18. apríl og fjallaði um búsetumynstur og dreifingu byggðar og var sóttur af um 30 manns.

Hægt er að koma á framfæri ábendingum og athugasemdum við sviðsmyndagreininguna hér eða á netfangið landsskipulag@skipulagsstofnun.is, fyrir 1. júní næstkomandi. Ekki er gert ráð fyrir að þeim sem gera athugasemdir verði svarað sérstaklega, en athugasemdirnar verða birtar hér á heimasíðunni og þær nýttar við mótun landsskipulagsstefnu og umhverfismat.