Fréttir


10.1.2013

Skipulagsstofnun óskar eftir að ráða sérfræðing á umhverfissvið

Skipulagsstofnun óskar eftir að ráða sérfræðing á umhverfissvið.
 

Helstu verkefni:

· Störf að verkefnum stofnunarinnar varðandi mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og umhverfismat áætlana

· Störf eftir atvikum að öðrum verkefnum sviðsins s.s. varðandi kynningar og leiðbeiningar

· Önnur þau verkefni er sviðsstjóri kann að fela sérfræðingi

 

Menntunar- og hæfniskörfur:

· Háskólapróf í umhverfisfræðum eða önnur sérmenntun sem nýtist í starfi og styrkir umhverfissvið stofnunarinnar

· Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

· Gott vald á íslenskri tungu og færni til að skrifa góðan texta

· Geta unnið í samhentum hópi og sýnt lipurð í mannlegum samskiptum

· Æskilegt er að umsækjandi hafi starfsreynslu sem nýtist beint í starfi

 

Nánari upplýsingar um starfið veita Rut Kristinsdóttir, rut@skipulagsstofnun.is og  Stefán Thors, stefan@skipulagsstofnun.is.

 

Laun greiðast samkvæmt samningum fjármálaráðuneytisins við viðkomandi stéttarfélag svo og stofnanasamningi stofnunarinnar við það.  Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Í umsókn þarf að greina frá menntun, fyrri störfum og helstu verkefnum sem umsækjandi hefur tekist á við á undanförnum árum og sem hann telur að koma muni að gagni í starfinu. Umsóknir skulu sendar til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150  Reykjavík.  

Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2013.