Fréttir


22.3.2013

Samráðsfundur 2013 - Dagskrá og skráning

Árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaganna verður haldinn 11. og 12. apríl 2013 á Hótel Cabin, 7. hæð, Borgartúni 32, Reykjavík.
Fundurinn er ætlaður kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaganna í skipulagsmálum.

Fundurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu en þeir þurfa að greiða sjálfir fyrir kvöldverð á fimmtudegi og hádegisverð á föstudegi.

Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig á skráningarformið hér að neðan sem fyrst og fyrir þriðjudaginn 9. apríl.