Fréttir


28.5.2013

Málþing um haf- og strandsvæði - Glærur

Skipulagsstofnun, í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða, stóð fyrir málþingi um haf- og strandsvæðaskipulag 27. maí s.l. í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands. Alls sóttu um 40 manns málþingið. Glærur málþingsins eru aðgengilegar hér að neðan:

 

Sigmar Arnar Steingrímsson, sérfræðingur í mati á umhverfisáhrifum – Staða skipulags haf- og strandsvæða við Ísland.

Dagný Arnarsdóttir, fagstjóri – Haf- og strandsvæðaskipulag - Kennsla og meistaraprófsverkefni um efnið

Áslaug Ásgeirsdóttir – Maritime Spatial Planning in the Gulf of Maine: The Challenge of Complexity and Local Participation

Tiina Thilman Maritime Spatial Planning in the Baltic Sea Countries

 

Áslaug Ásgeirsdóttir er dósent í stjórnmálafræði við Bates háskóla í Lewiston, Maine. Áslaug hefur m.a. ritað bókina Who Gets What? sem fjallar um samningaviðræður Íslendinga og Norðmanna um flökkustofna á árunum 1980-2000.

Tiina Thilman er ráðgjafi í umhverfisráðuneyti Finnlands. Hún hefur leitt fjölþjóðlegt samstarf um skipulagsgerð og einnig þróun hafskipulags og samþættrar strandsvæðastjórnunar fyrir Finnland. Tiina var fulltrúi finnskra stjórnvalda í The Baltic Sea Region Programme, samstarfsverkefni á vegum Evrópusambandsins, sem hefur það markmið að efla byggðir við Eystrasalt með því að ríki vinni saman að því að leysa vandamál þvert á landamæri