Fréttir


11.6.2013

Tilmæli til sveitarfélaga - Auglýsing skipulagstillagna í Lögbirtingi

Skipulagsstofnun hefur á undanförnum árum gert skipulagsfulltrúa eða sveitarstjóra viðvart hafi stofnunin orðið vör við að auglýsing í Lögbirtingi uppfylli ekki lagakröfur t.d. vegna þess að athugasemdafrestur sé of stuttur, umhverfisskýrsla ekki verið auglýst með tillögu eða málsmeðferð fyrir auglýsingu skipulagstillögu verið ábótavant.


Það tilkynnist hér með að stofnunin mun hér eftir ekki vakta auglýsingar í Lögbirtingi.  

 

Á heimasíðu stofnunarinnar eru leiðbeiningar um auglýsingar deiliskipulagstillagna, sjá leiðbeiningablað nr. 13.  Dæmi um auglýsingar á aðal- og svæðisskipulagsbreytingum er einnig að finna í leiðbeiningablöðum nr. 2 og nr. 4.