Fréttir


6.8.2013

Nýr forstjóri Skipulagsstofnunar

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir forstjóri Skipulagsstofnunar
 
Í dag tók til starfa nýr forstjóri Skipulagsstofnunar, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði í embættið í júní sl.
Ásdís Hlökk er skipulagsfræðingur að mennt og hefur starfað að skipulagsmálum í rúmlega tvo áratugi – innan stjórnsýslunnar, við ráðgjöf, kennslu og rannsóknir. Frá árinu 2007 hefur Ásdís Hlökk starfað við Háskólann í Reykjavík sem aðjúnkt og námsbrautarstjóri meistaranáms á sviði umferðar og skipulags. Á árunum 2005-2009 starfaði hún við ráðgjöf hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta. Hún var settur skipulagsstjóri ríkisins á árunum 2004-2005 og aðstoðarskipulagsstjóri frá árinu 1998.
 

Starfsfólk Skipulagsstofnunar býður Ásdísi Hlökk velkomna til starfa. Jafnframt er Hafdísi Hafliðadóttur þakkað hennar framlag, en hún hefur gengt starfi forstjóra frá aprílbyrjun þegar fráfarandi forstjóri, Stefán Thors, var skipaður ráðuneytisstjóri umhverfis- og auðlindaráðuneytis.