Fréttir


19.8.2013

Ráðherra í heimsókn

Heimsokn radherra 2013
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra heimsótti okkur sl. föstudag til að kynna sér starfsemi Skipulagsstofnunar. Með ráðherra komu Stefán Thors ráðuneytisstjóri, Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður ráðherra og Bergþóra Njála Guðmundsdóttir og Steinunn Fjóla Sigurðardóttir starfsmenn ráðuneytisins.
Ráðherra átti fyrst fund með forstjóra og sviðsstjórum þar sem farið var yfir það sem ber hæst í starfsemi stofnunarinnar umþessar mundir og settist síðan með starfsfólki stofnunarinnar og átti spjall yfir kaffibolla.