Fréttir


14.1.2014

Ráðgjafarnefnd skipuð vegna landsskipulagsstefnu 2015-2026

Nefndin verður ráðherra og Skipulagsstofnun til ráðgjafar og samráðs við mótun tillögunnar

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað ráðgjafarnefnd um gerð landsskipulagsstefnu 2015-2026, samkvæmt reglugerð um landsskipulagsstefnu. Nefndinni er ætlað að vera Skipulagsstofnun og ráðherra til ráðgjafar og samráðs við gerð lýsingar ásamt vinnslu tillögu að landsskipulagsstefnu.

Nefndin er þannig skipuð:

Sigríður Auður Arnardóttir, formaður ráðgjafarnefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneyti

Finnur Kristinsson, landslagsarkitekt, skipaður án tilnefningar

Sigríður Kristjánsdóttir, lektor, tilnefnd af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Helga Barðadóttir, sérfræðingur, tilnefnd af iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Albertína F. Elíasdóttir, skipuð áheyrnarfulltrúi, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Ásta Þorleifsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af innanríkisráðuneyti

Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur, tilnefndur af forsætisráðuneyti

Nefndin mun koma til fundar á næstu vikum og fundar reglulega meðan vinna við landsskipulagsstefnu stendur yfir. Skipulagsstofnun væntir mikils af samstarfi við nefndina í þeim verkefnum sem eru framundan.