Fréttir


28.2.2014

Staðfest hefur verið nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík og Kópavog og breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins

Skipulagsstofnun staðfesti í vikunni nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík og Kópavog og samsvarandi breytingu á svæðisskipulagi  höfuðborgarsvæðisins.

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030
Borg fyrir fólk er leiðarvísirinn í nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir að 90% allra nýrra íbúða á tímabilinu rísi innan núverandi marka borgarinnar og að 40% lands innan þéttbýlis Reykjavíkur verði ætluð til útivistar, afþreyingar og leikja. Markmiðið er að viðhalda fjölbreytni og styrk atvinnulífsins og að Reykjavík styrki hlutverk sitt sem höfuðborg landsins.

Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Áætlað er að Kópavogsbúar verði 37 til 40 þúsund við lok skipulagstímabilsins. Nýjar íbúðir verða m.a. byggðar á Kársnesi, í Lundi, Smáranum, Hnoðra- og Smalaholti, Rjúpnahæð og Vatnsendahlíð.
Gert er ráð fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði við Þríhnúkagíg.

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024

Helstu viðfangsefni breytingarinnar voru afþreyingar- og ferðamannasvæði við Þríhnúkagíg, Reykjavíkurflugvöllur, stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu og íbúaþróun og íbúðaþörf.

Vinna við heildarendurskoðun svæðisskipulagsins er hafin.