Fréttir


23.5.2014

Skipulagsstofnun í hópi fyrirmyndarstofnana ársins 2014

Í gær voru tilkynnt úrslit í könnun SFR meðal starfsfólks ríkisstofnana um stofnun ársins við hátíðlega athöfn í Hörpu. Í könnuninni er starfsfólk spurt um ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu og ímynd stofnunar. Fimm efstu stofnanir í hverjum flokki hljóta sæmdarheitið fyrirmyndarstofnun ársins. Í ár náði Skipulagsstofnun þeim árangri í flokki meðalstórra stofnana ásamt Einkaleyfastofu, Menntaskólanum á Tröllaskaga, Landmælingum Íslands og Menntaskólanum að Laugarvatni.

Nánari upplýsingar um könnunina má finna á vef SFR.