Fréttir


26.6.2014

Skipulagsdagurinn 2014

Árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar með sveitarfélögum verður haldinn 29. ágúst næstkomandi á Grand Hótel í Reykjavík undir yfirskriftinni Skipulagsdagurinn 2014. Til fundarins er boðið sveitarstjórnarmönnum, fulltrúum í skipulagsnefndum sveitarfélaga, skipulagsfulltrúum og öðrum starfsmönnum sveitarfélaga sem annast skipulagsmál. Fundurinn er að venju haldinn í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Þar sem fundurinn er nú haldinn í byrjun nýs kjörtímabils verður sjónum sérstaklega beint að ábyrgð og helstu verkefnum sveitarstjórna og skipulagsnefnda varðandi skipulagsmál, enda margir að koma nýir inn á þann vettvang. Einnig verður sérstaklega fjallað um endurskoðun aðalskipulags, en eitt af fyrstu verkefnum skipulagsnefnda á nýju kjörtímabili er að taka ákvörðun um hvort þörf sé á að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins. Þá munu fulltrúar ýmissa sveitarfélaga verða með framlög um nýjar leiðir við íbúasamráð, svæðisskipulagsvinnu á höfuðborgarsvæðinu og fleira.

Nánari dagskrá Skipulagsdagsins verður kynnt í byrjun ágúst. Þá verður einnig opnað fyrir skráningu.

Takið daginn frá!